top of page

SCROLL

Íak Styrktarþjálfari

Danni Sæberg

Ég heiti Daníel Sæberg og er ÍAK vottaður styrktar- og einkaþjálfari. Eftir að ég lenti í áfalli snemma árs 2021 ákvað ég að taka nýja stefnu í lífinu og leggja mig alfarið fram í að hjálpa öðrum. Ástríðan fyrir hreyfingu og heilbrigðum lífsstíl hefur alltaf verið stór hluti af mínu lífi og það að starfa sem þjálfari er það skemmtilegasta sem ég hef gert.

 

Ég legg metnað í hvert einasta verkefni og veiti persónulega þjónustu sem byggir á trausti, fagmennsku og árangri. Markmið mitt er að styðja þig í að ná þínum markmiðum – hvort sem þau snúa að styrk, þoli, þyngdarstjórnun eða bættri líðan.

 

Með minni reynslu hef ég séð hversu mikilvæg tenging andlegrar og líkamlegrar heilsu er – hvort tveggja þarf að haldast í hendur. Mig langar að hjálpa þér að finna betri líðan, meiri orku og styrk – bæði líkamlega og andlega.

bottom of page